Jóhann Friđgeir Valdimarsson, tenór 

Jóhann Friđgeir Valdimarsson er fćddur í Reykjavík, ungur hóf hann tónlistarnám og lćrđi á píanó og trompet bćđi í Tónmenntaskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík Söngferil sinn hóf hann áriđ 1995 í Söngskólanum í Reykjavík hjá Garđari Cortes. Kennarar hans voru síđan Magnús Jónsson, Bergţór Pálsson og Ţuríđur Pálsdóttir sem hann lauk hjá 8. stigs prófi međ hćstu einkunn voriđ 1998. Í söngskólanum voru Iwona Jagla, Hólmfríđur Sigurđardóttir og Ólafur Vignir Albertsson undirleikarar hans, en Ólafur Vignir hefur síđan veriđ hans ađalundirleikari hér á landi. Sama ár fór hann til ţriggja ára náms í Mílanó hjá prófessor Giovanna Canetti, yfirkennara hjá Conservatori Giuseppi Verdi. Hann sótti líka einkatíma hjá M. Angelo Bertacchi í Modena og M. Franco Ghitti í Brescia.

Jóhann Friđgeir hefur sungiđ fjölda einsöngstónleika á Íslandi og meginlandi Evrópu ţar sem hann hefur ávallt fengiđ framúrskarandi viđtökur og dóma.

Jóhann Friđgeir hefur gefiđ út ţrjá hljómdiska frá árunum 2001, 2002 og 2006.

 Jóhann Friđgeir var fastráđinn viđ Íslensku óperuna frá ágúst 2002 í eitt ár.

Undanfariđ hefur hann sungiđ mörg ađalhlutverk úr óperuheiminum í Evrópu, Bandaríkjunum og hér heima, en ţeirra á međal eru; G.Verdi: Alfredo úr La Traviata, Macduff úr Macbeth, Radames úr Aida og Ismaele úr Nabucco. G.Puccini: Cavaradossi úr Toscu, Pinkerton úr Madama Butterfly. Bizet: Don José úr Carmen. Shostakovich: Sinowi úr Lady Macbeth of Mtsensk. Mossorgsky: Dmitri/Grigorij úr Boris Godunov. Canio úr Pagliacci eftir R. Leoncavallo og Turiddu úr Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni ásamt fjölda sálumessa.

Hér heima hefur Jóhann Friđgeir hefur sungiđ einsöng viđ ýmis tćkifćri t.d. međ Karlakórnum Fóstbrćđrum, Karlakór Reykjavíkur, Skagfirsku söngsveitinni, Móttettukór Hallgrímskirkju, Samkór Kópavogs, Léttsveit Reykjavíkur, Kvennakór Hafnarfjarđar, Kvennakór Reykjavíkur, Óperukór Hafnarfjarđar og Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, Tangósveit lýđveldisins, Tríói Reykjavíkur og mörgum fleirum.


Jóhann Friđgeir syngur aríuna „Recondita armonia“
úr óperunni Tosca eftir G. Puccini.

Jóhann Friđgeir hefur alla tíđ frá ţví ađ hann hóf sitt söngnám veriđ í Bústađakirkjukór og er hann líka einn af stofnendum hins geisivinsćla karlakórs Voces Masculroum.

 Jóhann Friđgeir er búsettur á Íslandi ásamt eiginkonu sinni og ţremur börnum.

Netfang: jfv@simnet.is