Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzosópran

Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran er fćdd og uppalin í Reykjavík. Hún hóf ung ballettnám í Listdansskóla Ţjóđleikhússins og síđar söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. Ţađan lá leiđin í framhaldsnám viđ TónlistarskólaVínarborgar, ţar sem hún stundađi einnig leiklistar og söngleikjanám. Lauk hún síđan mastersgráđu frá Manhattan School of Music í New York. Kennarar hennar voru Guđmunda Elíasdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Cynthia Hoffmann, auk ţess sótti hún námskeiđ hjá m.a. Charles Spencer, Martin Katz og Phyllis Curtin. Hún hefur lokiđ Level 1 & 2 í raddfrćđum hjá Jo Estill (JVTS).

Ingveldur Ýr vakti snemma athygli áheyrenda fyrir óvenju frjálslega sviđsframkomu og sterka leikhćfileika sem hafa nýst henni á margan hátt. Hún hefur ćtíđ haft fjölbreytni í verkefnavali og sungiđ í óperum, söngleikjum og kabarettum sem og á ljóđatónleikum.

Ingveldur Ýr var um skeiđ fastráđin viđ Óperuna í Lyon í Frakklandi og söng ţar ýmis hlutverk m.a. Dorabellu í Cosi fan Tutte, Orlovsky í Leđurblökunni, C-moll messu Mozarts, Carmen og einsmannsóperuna Miss Donnithorne´s Maggott eftir Peter Maxwell Davies. Viđ Bastilluóperuna söng Ingveldur Nornina í Hans og Grétu. Á íslensku óperusviđi eru helstu hlutverk hennar Olga í Évgení Ónegin, Valţrúđur og Fljóthildur í Niflungahringnum, Preziosilla í Á valdi Örlaganna, Dorabellu í Cosi fan Tutte eftir Mozart. Međ Sumaróperu Reykjavíkur söng hún titilhlutverkiđ í Dido og Eneas. Nýlega söng hún hlutverk Frú Lóettar í uppfćrslu Íslensku Óperunnar á Sweeney Todd eftir Sondheim.

Ingveldur Ýr hefur veriđ gestur á alţjóđlegum tónlistarhátíđum og sungiđ međ ţekktum hljómsveitarstjórum á borđ viđ Sir Neville Marriner og Kent Nagano. Hún var sérvalinn gestur á hinni virtu Tónlistarhátíđ í Tanglewood í Bandaríkjunum, ţar sem hún söng á ljóđatónleikum og nútímatónlistarhátíđ, auk ţess sem hún söng hlutverk Mrs. Sedley í Peter Grimes eftir Britten međ hljómsveitarstjóranum Seiji Ozawa. Hún söng eitt af ađalhlutverkum í frumflutningi óperunnar The Cenci eftir englendinginn Havergal Brian í Queen Elizabeth Hall í London. Hún hefur margsinnis komiđ fram međ Sinfóníuhljómsveit Íslands m.a. í Guđrúnarkviđu eftir Jón Leifs; Níundu Sinfóníu Beethovens, Carmen og nú síđast á Vínartónleikum.

Ingveldur Ýr hefur ć meir helgađ sig tónleikahaldi og hafa leiđir hennar legiđ um tónleikahús víđa um heim auk ţess sem hún hefur sungiđ fjölda tónleika á Íslandi. Hún lauk nýveriđ tónleikaferđ um Kanada á vegum Ţjóđrćknisfélags Íslendinga í Norđur-Ameríku. Hún kemur fram á geisladiskinum "Íslenska einsöngslagiđ" í útgáfu Gerđubergs og syngur verk Jóns Leifs á diskinum Hafís međ Sinfóníuhljómsveit Íslands í útgáfu BIS.

Netfang: ingveldur@hive.is
Sími: 898 0108
Heimasíđa: www.songstudio.ehf.is