Ţóra Einarsdóttir, söngkona

 

Ţóra Einarsdóttir hlaut tónlistaruppeldi sitt í Skólakór Seltjarnarness og í Kór Langholtskirkju og 16 ára hóf hún söngnám viđ Söngskólann í Reykjavík. Ađalkennari hennar ţar var Ólöf Kolbrún Harđardóttir. Hún hélt svo til London og stundađi framhaldsnám viđ Guildhall School of Music and Drama hjá Prof. Lauru Sarti.

Ađ námi loknu debúterađi Ţóra viđ Glyndebourne Festival Opera ađeins 23 ára gömul í hlutverkinu „Mirror" í „The Second Mrs. Kong" eftir Sir Harrison Birtwistle, en frumraun hennar á sviđi var í Rigoletto í Íslensku óperunni fimm árum áđur. Í kjölfariđ komu m.a. samningar viđ Ensku Ţjóđaróperuna, Opera North. Síđustu árin hefur Ţóra veriđ búsett í Ţýskalandi og var um sjö ára skeiđ fastráđin viđ Óperuna í Wiesbaden en hefur einnig komiđ fram sem gestasöngvari í óperunum í Mannheim, Salzburg, Nürnberg, Karlsruhe, Basel, Lausanne, Malmö og Íslensku Óperunni. Hlutverk hennar eru orđin fjölmörg og spanna vítt sviđ frá Birtwistle til Rameu eđa Mozart til Wagner, sérstaka athygli vakti hún fyrir túlkun sína á hlutverki Evridísar í Orfeo ed Euridice eftir Glück í Konzerthaus Berlin undir stjórn Lothar Zagrosek.

Ţóra hefur alltaf lagt sérstaka rćkt viđ Ljóđasöng og hefur margoft komiđ fram á tónleikum á Íslandi og víđa um Norđurlönd, einnig í Eistlandi, Ţýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Englandi, Kanada og Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. komiđ fram međ Orchestre de la Suisse Romande á Galatónleikum fyrir Sameinuđu ţjóđirnar í Genf, međ Berliner Rundfunk Orchester í Berliner Dom, međ Mozart Festival Orchestra í Royal Albert Hall og Royal Festival Hall; London, svo og Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi og í Kennedy Centre í Washington og í Weill Recital Hall í Carnegie Hall; New York.

 Ţóra hefur hlotiđ ýmsa styrki og viđurkenningar fyrir söng sinn, m.a. var hún fyrsti styrkţegi Minningarsjóđs franska hljómsveitarstjórans Jean-Pierre Jacquillat. Áriđ 1996 hlaut hún Dannebrog orđuna. Hún hefur sungiđ inn á fjölda geisladiska og í útvarpsupptökum. Nú nýveriđ tók Ţóra ţátt í upptökum óperunni Vert-Verteftir Offenbach fyrir Opera Rara, ţar fer hún međ alalhlutverk ásamt Jennifer Lamour og Toby Spence, stjórnandi er David Parry og The Philharmonia Orchestra, nćstu verkefni eru m.a. Carmina Burana í Wiesbaden og C-moll messa Mozarts í Philharmóníunni í München.

 

Netfang: thora.einarsdottir@googlemail.com