Kistur og aðrar vörur

Fallegar vörur í sátt við umhverfið

Við leggjum mikið uppúr því að vera með fallegar kistur á góðu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd. Algengastar eru hinar hefðbundnu hvítu kistur. Við eigum mikið úrval af slíkum kistum og erum í samstafi við danskan kistuframleiðanda með yfir 100 ára reynslu. Þeir leggja mikla áherslu á gæði og umhverfisvæna framleiðslu og gróðursetja t.a.m. tré fyrir hverja kistu sem seld er, sjá nánar hérVið bjóðum einnig uppá harðviðar kistur frá sama framleiðanda. Í fyrsta sinn á Íslandi hefur Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar nú látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum við í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. Fallegar náttúrulegar kistur ólakkaðar úr grófum viði.

Kistur

Duftker

Leiðismerkingar