Um okkur

Útfarþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Traust og faglegt fjölskyldufyrirtæki í 30 ár.

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er stofnuð árið 1990 og er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu. Rúnar hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra Elís og Sigurður þar ásamt föður sínum.

Við höfum áratuga reynslu við að annast alla þætti útfararþjónustu. Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn alla daga ársins.

Sími: 567-9110
Netfang: utfarir@utfarir.is

Hlýja, auðmýkt og virðing er okkar leiðarljós. Við tökum tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Okkar markmið er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði.

Formaður Félags íslenskra útfararstjóra

Ásamt daglegum störfum við hefðbundna útfararþjónustu er Rúnar Geirmundsson formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í á annan áratug og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Aðal tilgangur félagsins er skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. Sem formaður heldur Rúnar utan um fundastarf og framfylgir reglum og samþykktum aðalfunda. Einnig sækir hann fundi erlendis enda á félagið í talsverðum erlendum samskiptum. Siðareglur evrópskra útfarastjóra eru til að mynda grunnur íslensku siðareglnanna. Ekki er lagaskylda fyrir útfararstjóra að vera í félaginu en nánast allir starfandi útfarstjórar eru þó félagsmenn og hafa undirritað siðareglur félagsins.

Starfsfólk

Rúnar Geirmundsson

Rúnar Geirmundsson

Farsími: 893-8638
Netfang: runar@utfarir.is

Rúnar hefur starfað við útfararþjónustu frá því 1983, fyrst hjá Kirkjugörðunum og síðan í eigin fyrirtæki, Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar. Rúnar hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Ásamt daglegum störfum við hefðbundna útfararþjónustu er Rúnar Geirmundsson formaður Félags íslenskra útfararstjóra.

Elís Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Farsími: 699-6259
Netfang: elis@utfarir.is

Elís Rúnarsson hefur yfir tuttugu ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Hann hóf ungur störf við fyrirtækið, þá við að þrífa bíla og annast einföld viðvik. Hann hóf síðan að taka meiri þátt í daglegum störfum með föður sínum og Sigurði eldri bróðurnum. Undanfarin áratug hefur Elís svo starfað daglega við hlið föður síns við útfararþjónustu og allan almennan rekstur fjölskyldufyrirtækisins.

Sigurður Rúnarsson

Sigurður Rúnarsson

Netfang: sigurdur@utfarir.is

Sigurður Rúnarsson hefur starfað hjá útfararþjónustunni allt frá stofun fyrirtækisins árið 1990. Bæði í fullu starfi sem og meðfram námi og öðrum störfum. Sigurður er menntaður kerfisfræðingur og hefur hann m.a. haldið utan um tölvu­- og tæknimál Útfararþjónustunnar ásamt því að starfa við hefðbundna útfaraþjónustu.

Fallegar vörur í sátt við umhverfið

Við leggjum mikið uppúr því að vera með fallegar kistur á góðu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd. Algengastar eru hinar hefðbundnu hvítu kistur. Við eigum mikið úrval af slíkum kistum og erum í samstafi við danskan kistuframleiðanda með yfir 100 ára reynslu. Þeir leggja mikla áherslu á gæði og umhverfisvæna framleiðslu og gróðursetja t.a.m. tré fyrir hverja kistu sem seld er, sjá nánar hérVið bjóðum einnig uppá harðviðar kistur frá sama framleiðanda. Í fyrsta sinn á Íslandi hefur Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar nú látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum við í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. Fallegar náttúrulegar kistur ólakkaðar úr grófum viði.

Fyrirtækið

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Kt: 630290-1559
Sími:
567 9110
Netfang: utfarir@utfarir.is
Skrifstofa: Þverholt 30, 105 Reykjavík
Vinnuaðstaða: Viðarhöfða 2b Stórhöfðamegin, 110 Reykjavík